Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. 7.12.2021 08:43
Verdansk kvödd með stærðarinnar móti Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Verdansk, borgina í leiknum Call of Duty Warzone, með stæl. Vegna þess að nýtt kort verður tekið í notkun í vikunni ætlar GameTíví að halda stærðarinnar mót íslenskra streymara. 6.12.2021 19:16
Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél. 6.12.2021 15:13
Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. 6.12.2021 14:34
Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. 6.12.2021 12:06
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6.12.2021 10:50
Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. 6.12.2021 09:25
Gang Beasts og sjórán í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja streymi kvöldsins í tvo leiki. Fyrst ætla þeir að spila leikinn Gang Beasts og því næst ætla þeir að kíkja á nýjustu uppfærslu sjóræningjaleiksins Sea of Thieves. 5.12.2021 19:44
Yfirtaka - Zelda: Ocarina of Time maraþonstreymi Óvænt yfirtaka á Twitchrás GameTíví á sér stað í dag þegar Helstu Zelda sérfræðingar landsins, þeir Daníel Rósinkrans, Gylfi Már og Oddur Bauer ætla spila í gegnum Ocarina of Time, einn ástsælasta leik allra tíma. 4.12.2021 11:30
Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3.12.2021 16:48