Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17.12.2021 23:36
Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. 17.12.2021 22:44
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17.12.2021 22:15
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17.12.2021 21:05
Þriggja bíla árekstur við Sprengisand Þriggja bíla árekstur varð í mikilli umferð við Sprengisand undir kvöld. Lögreglan segir að tveir bílar hafi verið dregnir af vettvangi. 17.12.2021 20:22
Ísland í aðalhlutverki í fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin Netflix laumaði fyrstu stiklu þáttanna Witcher: Blood Origin í lok síðasta þáttar annarar þáttaraðar af þáttunum Witcher. Blood Origin voru að hluta til teknir upp hér á landi og Ísland er mjög fyrirferðarmikið í stiklunni. 17.12.2021 19:08
Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er verið að skima þingmenn og starfsmenn þingsins. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, segir að verið sé að afla upplýsinga um fjölda staðfestra smita og ná utan um hvaða áhrif smitin muni hafa á störf þingsins. 17.12.2021 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsdómur dæmdi tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 610 milljónir í bætur í dag. Í kvöldfréttum heyrum við í Ragnari Aðalsteinssyni sem segir þetta áfellisdóm yfir íslenska ríkinu. 17.12.2021 18:01
Búið að opna veginn undir Hafnarfjalli eftir alvarlegt bílslys Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti um klukkan fimm undir Hafnarfjalli eftir að hafa verið kölluð til á hæsta forgangi vegna bílslyss sem hefur verið lýst sem alvarlegu. Tveir eru slasaðir og þar af einn alvarlega. 17.12.2021 17:15
Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum. 16.12.2021 23:46