Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins

Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 

„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni.

Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun.

Vilj­a þreif­a á sýnd­ar­heim­um fram­tíð­ar­inn­ar

Síðastliðin sjö ár hafa starfsmenn Reality Labs, dótturfyrirtækis Meta (áður Facebook), unnið að því að svara þeirri spurningu hvernig fólk á að skynja sýndarheima framtíðarinnar. Hvernig fólk eigi að snerta stafræna hluti og jafnvel annað fólk.

Aron, Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin í fyrra

Aron var vinsælasta nafn barna sem fæddust á síðasta ári, 2020. 48 drengir voru nefndir Aron. Meðal stúlkna Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin en 28 stúlkur voru nefndar Freyja og 28 Andrea.

Queens: Taka tangó og spila Resident Evil 5

Móna og Valla eru mættar aftur og ætla að spila samvinnuleikinn Operation Tango. Þetta er þó líklegast í síðasta sinn þar sem aðeins eitt verkefni er eftir í leiknum en í honum stíga stelpurnar í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa ýmis verkefni í sameiningu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira