Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrrverandi prestur sakfelldur fyrir barnaníð í Tímor-Leste

Fyrrverandi prestur frá Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Tímor-Leste fyrir barnaníð. Hinn 84 ára gamli Richard Daschbach, sem hefur búið í Asíuríkinu í áratugi og unnið við trúboð var dæmdur fyrir barnaníð, barnaklám og heimilisofbeldi.

Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs

Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs.

Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan.

Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið

Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki.

Litlu jól hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví halda littlu jólin í Caldera í kvöld. Þeir munu spila Warzone og gefa áhorfendum gjafir, eftir því hve vel þeim gengur í leiknum. 

Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens

Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt.

Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb

James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til.

Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi

Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun.

Sjá meira