McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20.9.2023 13:53
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20.9.2023 09:52
Íhuga að aflétta rýmingum Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða. 20.9.2023 09:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20.9.2023 09:00
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19.9.2023 16:52
Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. 19.9.2023 12:13
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19.9.2023 10:22
Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. 19.9.2023 09:34
GameTíví: Streymt eftir erfiða helgi Strákarnir í GameTíví ætla að leita sér skjóls í streymi kvöldsins eftir erfiða helgi. 18.9.2023 19:31
Rússar segja sig úr Barentsráðinu Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins. 18.9.2023 16:57