Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. 29.4.2023 12:31
„Segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins“ „Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson. 29.4.2023 12:00
Sjáðu fagnaðarlæti Íslandsmeistara Vals þegar bikarinn fór á loft Valur varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta á föstudagskvöld. Eðlilega fylgdu því mikil fagnaðarlæti og sjá má stemninguna á Hlíðarenda þegar bikarinn fór á loft í mynbandinu hér að neðan. 29.4.2023 11:31
Stefnir í að Man United verði dýrasta íþróttafélag heims Allt bendir til þess að heimsmet verði sett þegar Glazer-fjölskyldan loks selur Manchester United. 29.4.2023 11:00
Sigurmark Klæmints, þrennan hjá Stefáni Inga og öll hin mörkin Íslandsmeistaralið Breiðabliks vann Fram í hreint út sagt ótrúlegum leik í Bestu deild karla á föstudagskvöld. Mörkin úr 5-4 sigri Blika má sjá hér að neðan. 29.4.2023 10:31
Sögulegur leikur í Njarðvík Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins. 29.4.2023 10:00
Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. 29.4.2023 09:30
Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. 27.4.2023 07:01
Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar Vals geta fallið úr leik og nýliðavalið í NFL Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í körfubolta karla verða að vinna Þór Þorlákshöfn ætli þeir sér ekki í sumarfrí. 27.4.2023 06:00
Pálmi Rafn heim á Húsavík Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR, hefur fengið félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt Völsung sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. 26.4.2023 23:31