Fram færði hinni efnilegu Henríettu gjöf eftir að hún fótbrotnaði Henríetta Ágústsdóttir varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik Fram og HK í knattspyrnu fyrir rúmlega tveimur vikum síðar. Frammarar ákváðu að færa henni gjöf í endurhæfingunni. 14.5.2023 08:01
De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14.5.2023 07:00
Dagskráin í dag: Stórleikur á Ásvöllum, fljúgandi Víkingar og oddaleikur í NBA Sannkallaður sófasunnudagur. Haukar og Afturelding mætast í undanúrslitum Olís-deildar karla, taplausir Víkingar mæta FH í Bestu deildinni og þá er oddaleikur á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta. 14.5.2023 06:00
Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. 13.5.2023 23:31
Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. 13.5.2023 23:00
„Þreyta má aldrei vera notuð sem afsökun“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að þreyta megi aldrei vera notuð sem afsökun en hans menn voru óhemju ferskir þegar þeir unnu Úlfana 2-0 í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Vika var frá síðasta leik liðsins og sást mikill munur á spilamennsku þessu. 13.5.2023 22:30
Díana Dögg markahæst þegar Eyjakonurnar mættust í Þýskalandi Sandra Erlingsdóttir og stöllur í Metzingen höfðu betur gegn Sachen Zwickau í efstu deild kvenna í handbolta í Þýskalandi. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með Zwickau og var markahæsti leikmaður liðsins. 13.5.2023 22:00
PSG hársbreidd frá meistaratitlinum | Dortmund heldur í við Bayern París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Í Þýskalandi vann Borussia Dortmund 5-2 sigur á Gladbach og er því enn í harðri baráttu við Bayern um meistaratitilinn. 13.5.2023 21:31
Asensio frestaði fagnaðarlátum Börsunga Real Madríd vann Getafe 1-0 í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það þýðir að Barcelona þarf að bíða aðeins lengur þangað til kampavínið verður opnað. 13.5.2023 21:00
Inter missti næstum niður þriggja marka forystu Inter komst 3-0 yfir gegn Sassuolo í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en Inter svaraði og vann 4-2 sigur. 13.5.2023 20:45