Asensio frestaði fagnaðarlátum Börsunga Real Madríd vann Getafe 1-0 í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það þýðir að Barcelona þarf að bíða aðeins lengur þangað til kampavínið verður opnað. 13.5.2023 21:00
Inter missti næstum niður þriggja marka forystu Inter komst 3-0 yfir gegn Sassuolo í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en Inter svaraði og vann 4-2 sigur. 13.5.2023 20:45
Segir svo gott sem öruggt að Pochettino verði næsti stjóri Chelsea Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir það nærri frágengið að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. 13.5.2023 20:00
Stórleikur Bjarka í góðum sigri Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk í flottum sjö marka sigri Veszprém á Komló í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 39-32. 13.5.2023 18:50
Hörmungar vika AC Milan heldur áfram Ekki nóg með að tapa 2-0 fyrir nágrönnum sínum og erkifjendum Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni þá tapaði AC Milan 1-0 fyrir Spezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í dag og minnkaði þar möguleika sína á að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð til muna. 13.5.2023 17:55
Albert skoraði í tapleik sem skipti engu | Enn tapar Rosenborg Genoa hefur þegar tryggt sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu ári og því skipti tap liðsins í dag litlu sem engu máli. 13.5.2023 17:30
Southampton fallið | Forest náði í stig á Brúnni Southampton er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Fulham. Þá náði Nottingham Forest í dýrmætt 2-2 jafntefli gegn Chelsea og Crystal Palace vann 2-0 sigur á Bournemouth. 13.5.2023 16:31
Håland og Kerr best að mati íþróttablaðamanna Erling Braut Håland, framherji Manchester City, og Sam Kerr, framherji Chelsea, voru valin bestu leikmenn tímabilsins af íþróttablaðamönnum á Englandi. 12.5.2023 17:00
Handboltahjónin á Selfossi aftur til heimalandsins Hjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé hafa ákveðið að flytja heim til Litáen og munu því ekki leika með Selfossi á næstu leiktíð eftir tvö ár hjá félaginu. Raunar ætla þau bæði að leggja skóna á hilluna. 12.5.2023 16:00
„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 12.5.2023 12:00