Leik hætt eftir að stuðningsfólk kastaði reyksprengjuminn á völlinn Leik Groningen og Ajax í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu var hætt eftir að stuðningsfólk heimaliðsins kastaði reyksprengjum inn á völlinn. 14.5.2023 23:00
„Arnar Gunnlaugsson talar oft mikið og Víkingur er grófasta liðið í deildinni“ Heimir Guðjónsson var ánægður með síðari hálfleik sinna manna eftir 2-0 tap FH gegn toppliði Víkings í Fossvogi. Heimir var hins vegar ekki parsáttur með ummæli Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um að FH-ingar hafi komið út í síðari hálfleikinn til að meiða leikmenn Víkinga. 14.5.2023 21:57
„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. 14.5.2023 21:40
Börsungar meistarar eftir sigur á nágrönnum sínum í Espanyol Barcelona er spænskur meistari eftir 4-2 sigur á Espanyol. Því miður var ekkert stuðningsfólk Barcelona en stuðningsfólk þess mátti ekki mæta á Cornella de Llobregat-völlinn vegna áhorfendabanns. 14.5.2023 21:05
Juventus stefnir á silfrið | Rómverjar treysta á Evrópudeildina Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 14.5.2023 20:45
„Í dag þurfum við að biðjast afsökunar á frammistöðunni“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, viðurkenndi eftir 0-3 tap gegn Brighton & Hove Albion að möguleikar þeirra á að landa enska meistaratitlinum væru svo gott sem úr sögunni. Þá sagði hann að sínir menn ættu að biðjast afsökunar. 14.5.2023 20:01
Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14.5.2023 19:30
Aron frábær og Álaborg komið í undanúrslit Aron Pálmarsson fór mikinn í átta marka sigri Álaborgar á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru komin í undanúrslit. 14.5.2023 18:30
Titilvonir Arsenal svo gott sem út um gluggann eftir tap á heimavelli Arsenal mátti þola 0-3 tap gegn Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar sem Manchester City sigraði sinn leik í dag er ljóst að titilvonir Arsenal eru orðnar að litlu sem engu. 14.5.2023 17:45
„Við færumst nær með hverjum sigrinum“ Manchester City vann 3-0 sigur á Everton í Guttagarði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með sigurinn og segir sína menn færast nær titlinum skref fyrir skref. 14.5.2023 17:05
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent