Dagskráin í dag: Íslandsmeistaratitill fer á loft á Hlíðarenda og undanúrslit í Evrópu Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Annað hvort Valur eða Tindastóll verður Íslandsmeistari karla í körfubolta. Þá kemur í ljós hvaða lið komast í úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. 18.5.2023 06:00
Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17.5.2023 23:00
„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. 17.5.2023 22:30
Daníel Freyr með stórleik þegar Lemvig-Thyborøn hélt sæti sínu Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti magnaðan leik þegar Lemvig-Thyborøn hélt sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. 17.5.2023 22:01
Sjáðu mörkin: FH lenti í vandræðum með Njarðvík FH er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Njarðvík sem leikur í Lengjudeildinni. 17.5.2023 21:46
Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. 17.5.2023 21:30
Man City í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærandi sigur á Evrópumeisturunum Manchester City er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-0 sigur á Real Madríd, ríkjandi Evrópumeisturum. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leik liðanna en heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir áttu sér ekki viðreisnar von. 17.5.2023 20:50
Magdeburg í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Íslendingaliðið Magdeburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir tveggja marka sigur á Wisla Plock í kvöld, lokatölur 30-28. 17.5.2023 19:16
Toney í átta mánaða bann Framherjinn Ivan Toney, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum deildarinnar. 17.5.2023 17:47
Twitter yfir sigri Vals á Króknum: „Þvílíka ofmatið þetta Síki“ Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð. 16.5.2023 07:00