fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.

„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“

Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla.

Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik

„Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau.

Starfsfólki mögulega gert að skila Covid niðurstöðum fyrir viðburði

Sóttvarnir virðast vera komnar til að vera en nánast ekkert er um það rætt hjá fyrirtækjum hvort krefja eigi starfsfólk um að fara í bólusetningar. Fyrir fjölmenna viðburði á vegum vinnustaða, velta fyrirtæki hins vegar fyrir sér að krefjast neikvæðra Covid niðurstaðna frá starfsfólki áður en það mætir á viðburðinn.

Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu

Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum.

Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“

„Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“

„Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“

Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 

Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn

Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan!

Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl

„Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“

Sjá meira