
„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“
„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.