Ólöf Skaftadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Breyttir tímar hjá byggingarvörurisa

Húsasmiðjan opnaði nýja verslun og þjónustumiðstöð við Freyjunes á Akureyri nýverið, en lokaði verslunum sínum á Dalvík og á Húsavík.

Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.

Rúmlega þrjátíu milljarðar á innlánsreikningum Auðar

Staða innlána hjá Auði, fjármálaþjónusta Kviku, er rúmlega þrjátíu milljarðar króna og viðskiptavinir bankans telja á annan tug þúsunda. Auður vakti mikla athygli við stofnun fyrir þremur árum því hún bauð hæstu mögulegu innlánsvexti.

Sóttvarnarhótelin kostuðu ríkið rúma fjóra milljarða

Heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.