Innherji

Rúmlega þrjátíu milljarðar á innlánsreikningum Auðar

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hilmar Freyr Kristinsson er verkefnastjóri Auðar hjá Kviku banka. Hann segir að með tilkomu Auðar hafi bankaumhverfið breyst. Sumir stóru bankanna bjóði nú tvöfalt hærri vexti en þeir gerðu fyrir stofnun Auðar.
Hilmar Freyr Kristinsson er verkefnastjóri Auðar hjá Kviku banka. Hann segir að með tilkomu Auðar hafi bankaumhverfið breyst. Sumir stóru bankanna bjóði nú tvöfalt hærri vexti en þeir gerðu fyrir stofnun Auðar.

Staða innlána hjá Auði, fjármálaþjónusta Kviku, er rúmlega þrjátíu milljarðar króna og viðskiptavinir bankans telja á annan tug þúsunda. Auður vakti mikla athygli við stofnun fyrir þremur árum því hún bauð hæstu mögulegu innlánsvexti.

„Fjármálakerfið á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið stórt og þungt í vöfum. Gömlu bankarnir þrír hafa haldist í hendur í framþróun þess og neytendur virðast að litlum hluta hafa notið góðs af því í formi betri kjara,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir Auði hjá Kviku banka. 

Þegar Auður kom á markað vakti athygli margra að hún bauð upp á hæstu mögulegu innlánsvexti sem voru allt að tvöfalt hærri en innlánsvextir gömlu bankanna. Þetta gat Auður gert, að sögn Hilmars, vegna lítillar yfirbyggingar, með því að vera einungis aðgengileg á netinu, útheimta þar af leiðandi engin útibú og ekkert símaver. 

Á fyrstu þremur mánuðunum stofnuðu á fimmta þúsund viðskiptavina reikning. Nú telja þeir á annan tug þúsunda.

„Með tilkomu Auðar breyttist bankaumhverfið á Íslandi svo um munar sem sést kannski best á því að einhverjir af stóru bönkunum bjóða nú tvöfalt hærri vexti en þeir gerðu fyrir stofnun Auðar – neytendum til hagsbóta,“ segir Hilmar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×