Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31.1.2024 10:29
Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári Spáð er 1,9 prósent hagvexti á árinu 2024 í þjóðhagsspá Íslandsbanka. Markar þetta hagsveifluskil og er tiltölulega hægur vöxtur í sögulegu tilliti. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á miðju ári. 31.1.2024 09:14
Í beinni: Dregið í undanriðla Eurovision 2024 Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma. 30.1.2024 17:31
Sparar sér að boða til kosninga strax Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. 30.1.2024 15:01
Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30.1.2024 13:01
Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30.1.2024 12:58
Maður með lásboga skotinn til bana Maður með lásboga var skotinn til bana af lögreglu í suðurhluta London í Bretlandi í morgun. Maðurinn var á fertugsaldri. 30.1.2024 10:30
Spá stormi með dimmum éljum á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir í fjórum landshlutum suðvestan og vestanlands á morgun. Spáð er stormi með dimmum éljum. 30.1.2024 10:20
Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30.1.2024 09:58
Tómas með illkynja æxli Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, segir að hann hafi frá áramótum verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli. Æxlið hafi reynst illkynja. 29.1.2024 16:56