fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“

Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann.

Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum

Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu.

Arin­björn segist aldrei hafa séð annað eins innan lög­reglunnar

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.

Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu

Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli. Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald's.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.