Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4.2.2021 14:21
„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. 3.2.2021 19:35
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3.2.2021 15:41
Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2.2.2021 14:52
Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2.2.2021 13:41
„Vorboði“ slökkviliðsmanna óvenjulega snemma á ferðinni Fjölmennt lið slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna sinubruna við Korpúlfsstaðaveg. Brunalykt fannst víða í borginni vegna þessa en slökkviliðið náði tökum á aðstæðum á mettíma. 2.2.2021 12:16
Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1.2.2021 14:37
Ekki með virka COVID-sýkingu Skipverjinn sem fékk jákvæða niðurstöðu úr seinni skimun reyndist ekki vera með virka COVID-sýkingu. 1.2.2021 13:43
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29.1.2021 15:31
Ekki fyrstu ummæli Ólafs sem fari yfir öll velsæmismörk Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið skýra opinbera afstöðu varðandi ummæli sem Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi flokksins, lét falla í gærkvöldi. 29.1.2021 12:42