Klippari

Máni Snær Þorláksson

Máni Snær er klippari á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­hæð ráðu­neytisins dugi ekki

Íslenska óperan segir að sú upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að komi til stofnunarinnar fyrir rekstur í ár og á næsta ári muni ekkki duga til að halda stofnuninni starfandi. Íslenska óperan muni óhjákvæmilega leggjast af löngu áður en eitthvað annað geti tekið við.

Rebekka og Snorri til Mílu

Míla hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs. Meðfram ráðningunum taka þau bæði sæti í framkvæmdastjórn Mílu.

Ekki verði skrúfað fyrir fjár­fram­lög fyrr en fram­tíðin er mótuð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar.

Sigur­veig úr Ís­lands­banka í Land­stólpa

Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi.

Ís­­lenska óperan muni neyðast til að hætta starf­­semi

Rekstrarframlögum til Íslensku óperunnar verður hætt að því fram kemur í áskorun frá stjórn stofnunarinnar. Að því er fram kemur í áskoruninni er niðurskurðurinn svo mikill að stofnunin sér ekki annað í stöðunni en að hætta starfsemi.

Reynir að bera sig vel í veikindum eigin­mannsins

Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á.

Beyoncé óski ekki eftir nýjum klósett­setum

Móðir Beyoncé segir að ekkert sé til í orðrómi um að dóttir sín vilji fá sínar eigin klósettsetur þegar hún er á tónleikaferðalagi. Hugmyndin um að óska eftir sérstökum klósettsetum er að hennar sögn „of mikið.“

„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi.

Sjá meira