Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins. 9.8.2022 20:05
Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins. 8.8.2022 21:06
Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. 7.8.2022 20:04
Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. 7.8.2022 13:32
Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? 7.8.2022 09:02
Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg 11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi. 4.8.2022 20:49
Tannlæknir og prófessor með 80 geitur á Snæfellsnesi Geitur eru í miklu uppáhaldi hjá tannlækni og háskólaprófessor á Snæfellsnesi en þar eru þau með um 80 geitur og 50 kið. 3.8.2022 20:04
Samviskusamur köttur hjá Icewear á Akureyri Læðan Ágústa er magnaður köttur á Akureyri því hún lítur á sig, sem einn af starfsmönnum Icewear í göngugötunni enda situr hún meira og minna allan daginn við afgreiðsluborðið. Þá bíður hún við dyrnar á morgnanna eftir því að verslunin opni, enda samviskusöm með eindæmum þegar vinnan er annars vegar. 2.8.2022 20:03
Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. 1.8.2022 20:05
Kökuskreytingar slógu í gegn á Selfossi Á þriðja hundrað unglingar tóku þátt í kökuskreytingasamkeppni síðdegis á Unglingalandsmótinu á Selfossi þar sem þemað var eldgos og flugeldasýning. 31.7.2022 21:30