Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. 21.8.2022 09:14
Talar sex tungumál í Ólafsfirði Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. 20.8.2022 09:03
Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17.8.2022 20:30
Skvísurnar „Lísurnar“ í Grundarfirði Þær eru flottar skvísurnar, sem kalla sig „Lísurnar“ í Grundarfirði en þær eiga það sameiginlegt að vera allar á fjórhjólum og hjóla saman reglulega. „Gleði og gaman saman“ eru einkunnarorð hópsins. 17.8.2022 10:27
Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. 15.8.2022 21:16
Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. 15.8.2022 10:05
Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. 14.8.2022 08:03
Enginn biðlisti í leikskólann á Skagaströnd Íbúum á Skagaströnd er að fjölga en það gerist hægt. Kona, sem flutti á staðinn fyrir þremur árum segir að staðurinn sé friðsæll og náttúran allt í kringum þorpið sé yndisleg. Börn eru tekin níu mánaða inn í leikskólann og þar er engin biðlisti. 13.8.2022 08:31
Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum. 11.8.2022 21:48
Ljósmyndasnillingar í Hveragerði hjá eldri borgurum Hópur eldri borgara í Hveragerði hefur opnað ljósmyndasýningu í húsnæði Hveragarðsins, sem verður opin á Blómstrandi dögum í Hveragerði, sem eru um helgina. Á sýningunni eru 63 ljósmyndir. 10.8.2022 20:11