Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svefnlausir starfsmenn dýrir vinnuveitendum sínum

Það er allt of algengt að fólk komi þreytt og illa sofið í vinnuna, sem er dýrt fyrir atvinnurekendur því þá er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og að það lendi í slysum. Þá taki svefnlausir starfsmenn 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel. Þetta segir svefnráðgjafi, sem segir ekkert jafnast á við góðan svefn.

Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa

Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Þrífættur hundur

Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað

„Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins.

Flúðir – „Nafli alheimsins,“ segir oddvitinn

Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta.

Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni

Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi.

Sjá meira