Allir út í garð að telja fugla um helgina Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs. 30.1.2021 12:18
Hundar með fjólubláa tungu vekja athygli Hundar með fjólublá tungu eru sjaldgæfir en þó eru nokkrir slíkir hundar hér á landi með þannig tungu, meðal annars Chow Chow hundar. Tegundin er með mjög loðin felld og líkist helst böngsum eða loðnum öpum. 25.1.2021 19:45
Íslendingar sofa allt of lítið „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. 24.1.2021 12:25
Selfossveitur fengu stóran lottóvinning Brosið af starfsmönnum Selfossveitna fer ekki af þeim þessa dagana því mikið af heitu vatni var að finnast eftir borun í Ósabotnum skammt frá Selfossi. Um er að ræða tuttugu lítra á sekúndu af níutíu og fimm gráðu heitu vatni. 23.1.2021 21:01
RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. 23.1.2021 14:30
Á annað þúsund íbúðir í byggingu á Selfossi Á annað þúsund íbúðir eru nú í byggingu eða verða byggðar á Selfossi á næstu mánuðum enda hefur krafturinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú í byggingaframkvæmdum á staðnum. Þá er mikil eftirvænting eftir nýjum miðbæ, sem er nú í byggingu á móts við Ölfusárbrú. 17.1.2021 20:05
Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána. 17.1.2021 13:13
Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. 11.1.2021 20:04
Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum. 10.1.2021 20:03
Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. 10.1.2021 12:20