Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þór­dís vill ekki fresta lands­fundi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar.

Sorpa endur­skoðar verð­skrá vegna losunar hrossa­taðs

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. 

Fjölga leik­skóla­plássum um allt að 300 í Reykja­vík

Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári.

Nauð­syn­legt að slá ekki kynslóða­skiptum í Sjálf­stæðis­flokknum á frest

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tón­listar­há­tíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina

Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina.

Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfir­borði

Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið.

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Hótel Sel­foss verður Marriott hótel

Hótel Selfoss hefur skrifað undir samning við Marriott International um að hótelið verði Four Points by Sheraton hótel, eitt af yfir 30 framúrskarandi vörumerkjum Marriott Bonvoy.

Sjá meira