Kristín Ýr Gunnarsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Heildarstefnu vanti í málefnum útlendinga

Útlendingastofnun er að miklu leiti rekin á fjáraukalögum og fjármagn sett í tímabundin verkefni til að mæta auknu álagi. Ríkisendurskoðun gaf út heldur svarta skýrslu þar sem bent er á að líklega standist það ekki lög um opinber fjármál. Heildarstefnu vanti í málaflokkinn.

Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar

Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað.

Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði

Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi.

Lærði að ferðast ein eftir skilnað

Það getur fylgt því einmanaleiki að skilja við maka sinn og hjá mörgum er það stórt skref að læra að vera einsamall. Bryndís Alexandersdóttir gekk í gegnum skilnað fyrir fjórum árum og ákvað að læra að ferðast ein og varði meðal annars heilli viku ein í Róm í kringum áramótin.

Neitað um laun nema framvísa vegabréfi

Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt.

Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar.

Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta

Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri.

Sjá meira