Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kröfu Gamma ehf. vísað frá í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti á mánudag niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði frá fyrr í sumar kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Mangement yrði bannað að nota heitið GAMMA í fasteignaviðskiptum. Var það niðurstaða dómsins að Gamma ehf. hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfuna.

Síbrotamaður dæmdur í níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir á þriðja tug lögbrota. Brotin voru framin á um tíu mánaða tímabili eða fram til maí á þessu ári.

Telja bréf Marel undirverðlögð

Lækkanir síðustu vikna á gengi hlutabréfa í Marel hafa skapað gott kauptækifæri fyrir fjárfesta að mati hagfræðideildar Landsbankans. Nýtt verðmat sérfræðinga bankans, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er tæpum nítján prósentum hærra en gengi bréfa félagsins eftir lokun markaða í gær.

Skrifstofukostnaður RÚV jókst um fimmtung

Kostnaður Ríkisútvarpsins (RÚV) vegna skrifstofu útvarpsstjóra, fjármáladeildar og stjórnar nam tæpum 140 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um tuttugu prósent á milli ára, að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins. Rekstrargjöld Ríkisútvarpsins námu rúmum þremur milljörðum króna á tímabilinu og hækkuðu um 114 milljónir eða fjögur prósent á milli ára.

Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða

Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins.

Sterk merki um kólnun skýra lækkanir

Hlutabréfaverð hefur lækkað um hátt í þrettán prósent í sumar. Fjárfestar draga upp dekkri mynd en áður af þróun efnahagsmála og halda fremur að sér höndum. Hægst hefur á vexti ferðaþjónustunnar.

Sjá meira