Frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu á fáum mánuðum Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. 13.9.2017 09:00
Nánast ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu og Ísland Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. 13.9.2017 08:00
Útlendingar á vinnumarkaði aldrei fleiri þótt tölur sé líklega vanmetnar Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu lágmarki, atvinnuþátttaka sjaldan verið meiri og aldrei hafi fleiri útlendingar starfað hér á landi er viðvarandi skortur á vinnuafli. Spennan á vinnumarkaði er að ná hámarki. 13.9.2017 07:30
Virði VÍS metið lægra en Sjóvár og TM Verðmat sérfræðinga Capacent á VÍS er áberandi lægra en hjá hinum skráðu tryggingafélögunum, Sjóvá og TM. Þeir telja þó afkomu félagsins á fyrri helmingi ársins gefa tilefni til meiri bjartsýni en áður. 7.9.2017 06:00
ESÍ lagt niður fyrir árslok Tafir hafa orðið á slitum félagsins, sem heldur á milljarða króna eignum sem ríkissjóður leysti til sín eftir bankahrunið 2008, en stjórnendur Seðlabankans höfðu áður gert ráð fyrir að leggja félagið niður á síðasta ári. 7.9.2017 06:00
Hagnaður Stefnis meira en tvöfaldast milli ára Hagnaður sjóðstýringarfélagsins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, nam 669 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaðurinn var 322 milljónir á sama tíma í fyrra. 7.9.2017 06:00
Hagnaður BL nam 1.500 milljónum og jókst um 55 prósent Bílaumboðið BL hagnaðist um 1,5 milljarða króna í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 6.9.2017 09:45
Hagnaður tískukeðjunnar NTC tvöfaldaðist í fyrra Hagnaður tískukeðjunnar NTC, sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, nam 81 milljón króna í fyrra og nær tvöfaldaðist á milli ára. 6.9.2017 09:30
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6.9.2017 09:00
Goldman Sachs fer með atkvæðarétt í Arion banka Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. 6.9.2017 08:45