Jóhann Óli Eiðsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram

Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum.

Dómkvaddur til að meta tjón vegna friðlýsingar hafnargarðsins

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Reykjavík Development ehf. (RD) um að dómkvaddur verði matsmaður til að meta kostnað vegna tilvistar sjóvarnargarða á lóðinni Austurbakka 2 vegna skyndifriðunar og friðlýsingar stjórnarinnar á görðunum.

Forsætisráðherra í krumlum Sádi-Araba

Forsætisráðherra Líbanons hefur ekki skilað sér úr ferð til Sádi-Arabíu. Að sögn samstarfsmanna var Hariri þvingaður til að segja af sér. Hann sé í raun fangi Sáda.

Eins og annars flokks í hávaða frá Nýbýlavegi

Íbúi í götu við Nýbýlaveg leggur ekki í að leyfa sonunum að leika sér úti í garði vegna hættu á að þeir komist út á götuna. Hávaði frá götunni er einnig að æra þau. Nágrannar nota ekki garða sína af sömu sökum.

Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir

Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum.

Sjá meira