Réðust gegn samgönguinnviðum til að hefna fyrir glæpahöfðingja Vopnaðir glæpahópar í Rio de Janeiro í Brasilíu eru sagðir hafa kveikt í að minnsta kosti 36 strætisvögnum, fjórum sporvögnum og lest til að hefna fyrir háttsettan leiðtoga sem var drepinn af lögreglu. 24.10.2023 08:08
Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. 24.10.2023 07:03
Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24.10.2023 06:37
Stal söfnunarbauk og reynist eftirlýstur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað á söfnunarbauk úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fannst skömmu síðar og reyndist eftirlýstur. 24.10.2023 06:21
Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20.10.2023 08:31
Kynlífsverkafólk mótmælir flutningi Rauða hverfisins í Amsterdam Kynlífsverkafólk í Amsterdam mótmælir nú harðlega fyrirætluðum flutningi „Rauða hverfisins“ úr borginni og í nýja „miðstöð erótíkur“ í úthverfunum. 20.10.2023 07:45
Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. 20.10.2023 07:03
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20.10.2023 06:32
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19.10.2023 06:49
Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. 18.10.2023 08:32