Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslenskt hagkerfi er tæknilega séð í lægð

Íslenska hagkerfið er tæknilega séð í lægð í fyrsta sinn frá árinu 2012. Þetta má lesa úr gögnum Hagstofu Íslands um landsframleiðslu. Hagfræðiprófessor segir að vissulega hafi dregið talsvert úr vexti hérlendis, en litlar líkur séu þó á stórri niðursveiflu í bráð.

Sló fjölmörg heimsmet á siglingu um Norður-Íshafið

Andlegur styrkur og hugarró skiptir mestu máli í róðri við erfiðar aðstæður. Þetta segir Íslendingur sem stýrði Polar Row leiðangrinum í Norður-Íshafi í sumar, og sló fjölmörg heimsmet í leiðinni.

Segja barna­bóta­kerfið helst minna á fá­tækra­styrk

Barnabótakerfið á Íslandi er orðið bitlaust og minnir helst á fátækrastyrk. Þetta segir í tilkynningu frá Alþýðusambands Íslands. Í tilkynningunni segir að barnabætur séu að misssa marks sem úrræði til að jafna kjör barnafólks og barnlausra.

Hægt að vísa hælisleitendum úr landi strax að loknu fyrsta viðtali

Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar.

Einstaklingar ráða sjálfir hvort þeir fái upplýsingar

Lög um persónuvernd tryggja rétt fólks bæði til að vita og vita ekki um erfðasjúkdóma sem það kann að vera haldið. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir þó að lagaramminn í málaflokknum mætti vera skýrari.

Starfsmenn United Silicon mæta áfram í vinnuna

Forsvarsmenn United Silicon hafa ekki áformað að segja upp starfsfólki eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði reksturinn í gærkvöldi. Ákvörðun stofnunarinnar var tilkynnt með bréfi þar sem rakin eru í átta liðum margþætt frávik frá eðlilegum rekstri verksmiðjunnar.

Sjá meira