Innlent

Sló fjölmörg heimsmet á siglingu um Norður-Íshafið

Hersir Aron Ólafsson skrifar

Andlegur styrkur og hugarró skiptir mestu máli í róðri við erfiðar aðstæður. Þetta segir Íslendingur sem stýrði Polar Row leiðangrinum í Norður-Íshafi í sumar, og sló fjölmörg heimsmet í leiðinni. 

Ferðalagið hófst í Tromsö í Noregi, þaðan sem siglt var norður að Longyearbyen á Svalbarða. Þar tók við ný áhöfn undir stjórn Fianns sem sigldi enn lengra, allt að íshellu Norður-Íshafsins, áður en snúið var aftur suður og endað á Jan Mayen. Upprunalega stóð til að hópurinn myndi enda á Íslandi, en hverfa þurfti frá þeirri áætlun eftir að veður setti strik í reikninginn og hluti áhafnarinnar fékkst ekki til að halda lengra.

Sjá einnig: Íslendingur í háskaför

Fiann bæði setti þó og sló fjölmörg heimsmet í ferð sinni, en hann á nú hraðametin í róðri yfir Atlantshaf, Kyrrahaf, Indlandshaf og nú Norður-Íshafið. Á sama tíma varð hann fyrsti maður heims sem vitað er að hafi róið yfir höfin fjögur. Enn fremur hélt hópurinn á norðlægustu breiddargráðu sem róið hefur verið á, svo vitað sé.

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá fréttina á mínútu 20:50 í fréttatímanum hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.