Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara

Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara.

Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur

Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum.

Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð

Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur.

Allar plastumbúðir verði úr endurvinnanlegu efni

Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski.

Íslenska vegakerfið fær lága einkunn

Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP

Sjá meira