Fréttamaður

Frosti Logason

Frosti er dagskrárgerðarmaður í þáttunum Harmageddon á X977 og í Íslandi í dag á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls

Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum.

Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu

„Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð.

Fjárfesti fermingarpeningunum í listaverk og sér ekki eftir því í dag

Sigurður Sævar Magnússon er myndlistarmaður og listaverkasafnari sem hlotið hefur mikla athygli fyrir bæði listaverk sín og framkomu. Þessi ungi maður er annálaður fagurkeri sem hefur komið sér upp veglegu safni verka eftir bæði núlifandi listamenn og eldri meistara listasögunnar.

Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði

„Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri.

„Pabbi barnanna minna var farinn“

Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum.

On­lyFans ekki „easy mon­ey heldur vinna“

Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.