Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna slyss á Mýrdalsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan vélsleðamann á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum en ekki liggur fyrir hvort hann sé alvarlega slasaður. 24.5.2021 13:48
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24.5.2021 12:16
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24.5.2021 08:52
„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags. 24.5.2021 07:59
Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. 24.5.2021 07:38
Ekki sama hvar eða hvenær fjölskyldan hyggst dýfa tánum í náttúrubað Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu ferðamannastaða hérlendis á síðustu árum og enn bætist í flóru baðstaða sem er ætlað að bjóða upp á eitthvað annað en hina hefðbundnu sundlaugaupplifun. 22.5.2021 11:00
Fyrsta konan til að gegna stöðu skólastjóra Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum. 21.5.2021 15:10
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21.5.2021 12:09
Biobú kaupir meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb Biobú hefur keypt meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb ehf. Seljandi er Jóhann Friðrik Haraldsson, einn af stofnendum félagsins. 21.5.2021 09:35
Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. 21.5.2021 07:55