Fólkið sem talið er að hafi sýkst aftur var ekki bólusett Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem grunað er að hafi sýkst aftur af Covid-19 eru bólusettir. Nokkuð langur tími leið frá fyrra smiti áður en smit virtist koma upp aftur. 27.7.2021 12:54
96 greindust í gær og greining sýna stendur enn yfir Í gær greindust minnst 96 einstaklingar innanlands með Covid-19. Ekki er enn búið að greina öll sýni frá því í gær vegna mikils fjölda sýna og getur talan því hækkað þegar líður á daginn. 27.7.2021 10:42
Alvarleg sprenging á efnavinnslusvæði í Leverkusen Sprenging var á iðnaðarsvæði fyrir efnavinnslufyrirtæki í þýsku borginni Leverkusen í morgun og steig mikill svartur reykur upp til himins. 27.7.2021 10:26
Forseti Túnis búinn að reka forsætisráðherrann og rjúfa þing Kais Saied, forseti Túnis, rak í dag forsætisráðherrann og rauf þing en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. 26.7.2021 00:02
Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir vegna uppbyggingar á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála þeirra verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum. 25.7.2021 23:16
Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. 25.7.2021 22:40
Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum. 25.7.2021 19:45
Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. 25.7.2021 19:10
Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25.7.2021 17:41
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. 25.7.2021 00:00