Vill rjúfa þing á fimmtudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi. 10.8.2021 16:58
200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. 10.8.2021 16:14
Kynntist félaginu sem bankastarfsmaður og tekur við sem framkvæmdastjóri Magnús Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. og mun hefja störf um miðjan ágúst. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi frá HR. 10.8.2021 14:44
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10.8.2021 13:46
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10.8.2021 13:20
Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. 10.8.2021 12:12
Advania festir kaup á Visolit og tvöfaldar starfsmannafjöldann Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit. Við kaupin tvöfaldast starfsmannafjöldinn og verður sameinað fyrirtæki með um 2.400 starfsmenn og 120 milljarða króna veltu, að sögn Advania. 10.8.2021 10:14
Jónas Þórir Þórisson er látinn Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987. 10.8.2021 09:23
Fjórtán greinst með Covid-19 þrátt fyrir þriðja skammtinn Fjórtán Ísraelsmenn hafa greinst með Covid-19 þrátt fyrir að hafa fengið þriðja skammtinn af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. 9.8.2021 17:07
Öll sýni neikvæð á hjúkrunarheimilinu Dyngju eftir að starfsmaður greindist Enginn starfsmaður eða heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með Covid-19 eftir að starfsmaður greindist fyrir helgi. 9.8.2021 16:45