Jóhanna Sigurðardóttir hlaut brautryðjendaverðlaunin Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut í dag brautryðjendaverðlaunin á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu. Verðlaunin, sem eru nefnd Trailblazer Award, voru afhent við hátíðlega athöfn en þau eru veitt kvenþjóðarleiðtogum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kynslóðir í jafnréttismálum. 10.11.2021 16:00
Reikna með að skuldaviðmið fari undir 100 prósent í fyrsta sinn í áratugi Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 842 milljónum króna á árinu 2022. Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna. 10.11.2021 15:21
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10.11.2021 13:00
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. 10.11.2021 12:03
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10.11.2021 11:18
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10.11.2021 10:11
Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. 9.11.2021 16:42
Bátur dagsins er allur Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. 9.11.2021 15:49
Magnús Þór kjörinn nýr formaður Kennarasambandsins Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn nýr formaður Kennarasambands Íslands (KÍ). Magnús tekur við á 8. þingi sambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 9.11.2021 14:48
Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. 8.11.2021 17:04