Neytendur

Verðhækkanir hjá Domino's

Eiður Þór Árnason skrifar
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi.
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi. Samsett

Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi.

Verð á matseðli og tilboðum hækkar misjafnlega mikið og standa sumar vörur í stað. Að meðaltali jókst verð um þrjú prósent en minni hækkanir eru á sóttum pizzum. Að sögn Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra Domino‘s Pizza á Íslandi, helst verð á fimm tilboðum sem kalla á að pizzur séu sóttar til að mynda óbreytt.

Þá greiði viðskiptavinir sem nýta sér hið klassíska tvennutilboð nú að jafnaði um 50 til 70 krónum meira eftir verðbreytinguna.

Magnús segir að það sé alltaf leiðinlegt að grípa til verðhækkana en hráefnisverð fyrirtækisins hafi hækkað verulega á síðustu misserum. Til að mynda hafi heimsmarkaðsverð á hveiti nýlega náð hæstu hæðum.

Stutt er síðan Domino‘s greip til þess ráðs að hækka verðið á þriðjudagstilboði sínu úr 1.000 krónum í 1.100 krónur. Var það í fyrsta skipti sem tilboðið er hækkað frá því að það var kynnt til leiks fyrir um ellefu árum.


Tengdar fréttir

Bátur dagsins er allur

Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti.

Twitter bregst við hækkun þriðju­dags­til­boðsins: „Jæja það er hrun“

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið.

Sögu­leg verð­hækkun hjá Domino‘s

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×