fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu

Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað.  

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína

Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið

Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi.

„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“

Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu.

Halda sig inni vegna gosmóðu

Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum.

„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku.

„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku.

Sjá meira