Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Arpaio lykilmaður í íslensku dómsmáli

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að náða umdeildan lögreglustjóra. Sá lýsir sér sem harðasta lögreglustjóra Bandaríkjanna og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma í garð rómanskamerískra.

Öryggisverðir gæta sjúklinga í sjálfsvígshættu á Akureyri

Öryggismiðstöðin sér um eftirlit á Sjúkrahúsinu á Akureyri á álagstímum, stundum sólarhringum saman. Geðsvið Landspítalans nýtir ekki slíka þjónustu en er með sams konar samning. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar er hugsi yfir þessari leið og leggur áherslu á mikilvægi fræðslu fyrir ófagmenntað starfsfólk.

Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga

Newman-fjölskyldan frá Philadelphiu í Bandaríkjunum heldur úti vefsíðu um fjölskylduferðir til Íslands. Sundvenjur Íslendinga eru gríðarlega vinsælar á vefnum, sérstaklega hvernig eigi að bera sig að. Ferðahandbók er í smíðum.

Þúsundir nutu tónlistar Hringadróttinssögu

Yfir 200 listamenn fylltu sviðið í Eldborg og fluttu þriggja tíma óskarsverðlaunatónlist í svokölluðu hljómleikabíói. Skipuleggjendur íhuga nú framhald á næsta ári. Stjórnandinn þarf að vera í takt við myndina, segir skipuleggjandi.

Svikulir styrkþegar EES Uppbyggingarsjóðsins njóta leyndar

Utanríkisráðuneytið hafnaði nýverið beiðni norsks blaðamanns, Gunnars Thorenfeldt, um aðgang að gögnum um fjársvikamál styrkþega úr uppbyggingarsjóði EES. Sjóðurinn er rekinn af Noregi, Íslandi og Liechtenstein og árlegt framlag Íslands til sjóðsins nemur nálægt hálfum milljarði króna.

Fíkniefni fundust á róluvelli

Dagmæður sem hafa aðstöðu í húsi á róluvelli við Rauðalæk fundu fíkniefni og umbúðir utan af sprautunálum á leikvellinum í gær. Íbúar í hverfinu voru í kjölfarið varaðir við á Facebook-síðu íbúa hverfisins og foreldrar hvattir til að skoða leikvöllinn vel áður en leikur hefst.

Brutu gegn jafnréttislögum

Jafnrétti Rio Tinto á Íslandi braut gegn ákvæðum jafnréttislaga, samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Kona kvartaði vegna kynbundins launamunar.

Sjá meira