Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Vinstri stjórn í kortunum

Samtal um myndun ríkisstjórnar frá vinstri til miðju er komið á fullt milli nokkurra flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Einn viðmælandi blaðsins gengur svo langt að fullyrða að vinstri stjórn verði svo gott sem innsigluð strax á kosninganótt.

Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar

Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar.

Kynslóðin sem hefur kosið of oft

Kynslóðin sem fékk kosningarétt á árunum eftir hrun er þreytt á sirkusnum í stjórnmálunum. Málefnin eru á undanhaldi, það vantar mannamál í stjórnmálin, betri forgangsröðun og minna rugl. Blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við nokkra unga kjósendur um stjórnmálin og stjórnmálamenninguna.

Páll vonar að ný úttekt ýti við heilbrigðisyfirvöldum

"Ég er mjög ánægður með að fá enn eina úttektina og vona að hún skili meiru en allar hinar úttektirnar sem hafa verið gerðar og hafa ekki skilað neinu af hálfu Alþingis,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um stjórnsýsluendurskoðun sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að um heilbrigðisþjónustu fanga.

Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm

Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun.

Margir vilja ekki sjá blóð

Blóðið sem Sigríður Hjálmarsdóttir saknar svo í sláturgerðinni og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, fer í úrgang.

Konsúllinn verður kyrr

„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn.

Sjá meira