Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. 18.12.2017 06:00
Ráðherra hittir Mývetninga "Þetta er áríðandi mál og á dagskránni að hitta Mývetninga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um fyrstu skref varðandi vanda Mývetninga í fráveitumálum. 14.12.2017 07:00
Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984 Af fimm þúsund viðskiptavinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrirtækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið. 14.12.2017 07:00
Ráðherra slær á væntingar "Það verður ekki hægt að fara í allar þessar framkvæmdir; Tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, auk Sundabrautar og Borgarlínu allt á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir í Reykjavík, Það hefur verið reynt áður og er útópía,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. 14.12.2017 06:00
Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Metfjöldi stjórnmálaflokka á Alþingi elur af sér fleiri formenn og þingflokksformenn sem fá álagsgreiðslur á þingfararkaup sitt. Formenn flokka fá 50 prósent álag á launin sín en formenn þingflokka 15 prósent. 12.12.2017 06:00
Allt að fimmtán milljarða innspýting Áætlað er að framlög til reksturs heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins aukist verulega í frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fram síðar í vikunni. 11.12.2017 06:00
Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. 10.12.2017 21:56
Biðja um meiri vinnu í fangelsin Fangelsismálastofnun auglýsir eftir atvinnu fyrir fanga á Hólmsheiði: Alls konar starfsemi er á Litla-Hrauni og hugmyndirnar skortir ekki. Þó eru ljón í veginum. Forstöðumenn vilja fleira starfsfólk. Fangarnir biðja um hærri laun. 9.12.2017 08:00
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8.12.2017 06:00
Umdeilt dómskerfi á fleygiferð Stórt ár er í vændum hjá dómstólum landsins. Kerfisbreytingar, endurupptaka Geirfinnsmálsins og dómarar standa í málaferlum. Nýr formaður Dómarafélagsins segir dómara mega opna sig meira í almennri umræðu. 7.12.2017 06:00