Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17.8.2025 21:01
Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Innlent 17.8.2025 19:30
„Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Fiskistofa greindi frá því í gær að hluti þeirra laxa úr Haukadalsá sem áður voru taldir eldislaxar væru svokallaðir hnúðlaxar. Fiskifræðingur segist 100% viss um að lax sem fundist hefur í ánni sé sjókvíaeldislax og segir stöðuna áfram óljósa og alvarlega. Innlent 16.8.2025 13:04
Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg. Innlent 2. ágúst 2025 12:48
Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Lífið 13. júlí 2025 15:06
Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Innlent 13. júlí 2025 10:32
Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50 prósent af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Innlent 11. júlí 2025 08:06
Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Innlent 1. júlí 2025 22:44
Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. Innlent 20. júní 2025 11:25
Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Cargolux-flugstjórinn fyrrverandi, sem safnaði laxveiðijörðum í Vopnafirði, segist hafa selt þær breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe eftir að hafa sannfærst um að þar færi einlægur náttúruverndarsinni sem vildi vernda laxastofninn. Innlent 12. júní 2025 10:20
Laxmenn Landsvirkjunar Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Skoðun 26. maí 2025 09:32
Þjórsá - hvað er að gerast? Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga? Skoðun 26. maí 2025 08:01
Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Innlent 6. apríl 2025 20:04
Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. Innlent 13. desember 2024 14:59
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Innlent 27. nóvember 2024 21:21
Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar. Innlent 25. september 2024 17:32
Hart tekist á um netaveiði í Ölfusá Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu. Innlent 19. september 2024 12:57
Með veiðistangir en neituðu því að hafa verið að veiða Veiðivörður tilkynnti um tvo að veiðum í Elliðaá án leyfis. Aðilarnir á vettvangi neituðu sök við lögreglu þrátt fyrir að vera með veiðistangir meðferðis en veiðivörðurinn sagðist vera með mynd af þeim að veiðum. Ökumaður framvísaði skírteni bróður síns, og maður beraði sig fyrir konu. Innlent 27. júlí 2024 07:37
Allt í keng: „Líkurnar aukast þegar flugan er í vatninu“ Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, stjórnar veiðiþáttunum Allt í keng sem sýndir eru á Vísi í sumar. Lífið 27. júlí 2024 07:00
Veiðiþættirnir Allt í keng: Nýi skólinn hittir gamla skólann Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, fer í skítkalda vorveiði ásamt hópi góðra manna í þessum öðrum þætti af Allt í keng. Lífið 13. júlí 2024 07:52
Laxinn bókstaflega gusast upp í Elliðaárnar Svavar Hávarðsson blaðamaður og kunnur veiðimaður var að fylgjast með löxum sem ganga upp Elliðaárnar og rak upp stór augu. Innlent 12. júlí 2024 15:49
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Innlent 6. júlí 2024 20:52
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Innlent 24. júní 2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23. júní 2024 20:00