Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2023 08:43 Þessi 9 punda urriði veiddist í Hraunvötnum í sumar. Veiðikonan Guðbjörg heldur hér á feng sínum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Það er töluvert um almennt spjall og fyrirspurnir milli veiðimanna á vefnum og þar er yfirleitt verið að spyrja með einhverjum stað til að skjótast á í dagstúr svona áður en tímabilið er búið. Sko.... mín tillaga er kannski á þann veg að það er langt að fara en dagstúr í Veiðivötn er bara alltaf þess virði meira að segja ef þú ert að fara í fyrsta skipti. Tveir veiðifélagar eða fleiri saman sem skiptast á að keyra, leggja af stað eldsnemma, vera komnir upp í vötn um átta eða níu og fara svo að veiða. Ef þú hefur aldrei komið upp eftir vertu búinn að tala við eins marga sem þú þekkir sem þekkja vötnin og biðja um bæði upplýsingar um nokkra góða veiðistaði, hvaða flugur þú átt að nota, veiðiaðferð og síðast en ekki síst hvernig er best að komast að þessum veiðistöðum. Það er nefnilega fátt eins leiðinlegt og að eyða tíma við að leita. Ég legg til að þið veljið þrjú, kannski fjögur vötn, ekki meira en það, og veiðið hvert vatn í nokkra tíma nema veiðin sé þeim mun betri. Ef það er rólegt í urriðavötnunum þá er um að gera að kíkja í bleikjuvötnin því á þokkalegum degi fer engin fisklaus úr þeim. Já ég veit að það er smá akstur en það er bara svo gaman þarna uppfrá í góðra vina hóp þegar vel veiðist. Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði
Sko.... mín tillaga er kannski á þann veg að það er langt að fara en dagstúr í Veiðivötn er bara alltaf þess virði meira að segja ef þú ert að fara í fyrsta skipti. Tveir veiðifélagar eða fleiri saman sem skiptast á að keyra, leggja af stað eldsnemma, vera komnir upp í vötn um átta eða níu og fara svo að veiða. Ef þú hefur aldrei komið upp eftir vertu búinn að tala við eins marga sem þú þekkir sem þekkja vötnin og biðja um bæði upplýsingar um nokkra góða veiðistaði, hvaða flugur þú átt að nota, veiðiaðferð og síðast en ekki síst hvernig er best að komast að þessum veiðistöðum. Það er nefnilega fátt eins leiðinlegt og að eyða tíma við að leita. Ég legg til að þið veljið þrjú, kannski fjögur vötn, ekki meira en það, og veiðið hvert vatn í nokkra tíma nema veiðin sé þeim mun betri. Ef það er rólegt í urriðavötnunum þá er um að gera að kíkja í bleikjuvötnin því á þokkalegum degi fer engin fisklaus úr þeim. Já ég veit að það er smá akstur en það er bara svo gaman þarna uppfrá í góðra vina hóp þegar vel veiðist.
Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði