Þórlindur Kjartansson

Þórlindur Kjartansson

Greinar eftir Þórlind Kjartansson.

Fréttamynd

Hvað höfum við gert til þess að verðskulda þetta?

Fátt er manninum eðlislægara heldur en að líta til fortíðarinnar með tregafullum söknuði en til framtíðarinnar með kvíðablandinni von. Líklega er það vegna þess að fortíðin er skrifað blað og þrátt fyrir öll vandamál hennar þá vitum við að okkur sem einstaklingum og mannkyninu í heild tókst að komast einhvern veginn í gegnum hana. Það sama er ekki hægt að segja um framtíðina; það er ómögulegt að útiloka að hún fari illa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð á hinu ósýnilega

Sá er sagður reginmunur á hundum og köttum að þótt báðar tegundir upplifi á góðum heimilum svipað atlæti þá dragi þær ólíkar ályktanir.

Skoðun
Fréttamynd

Í hvaða aska eigum við að láta bókvitið?

Skömmu eftir að ég byrjaði að búa þurfti ég að festa upp vegghillu. Ég hafði samband við vin minn og spurði hvort hann gæti lánað mér borvél. Það var auðsótt—eiginlega óþægilega auðsótt. Ekki nóg með að hann skutlaðist með borvélina heim til mín heldur var hann óður og uppvægur að sýna mér hvernig ætti að nota hana

Fastir pennar
Fréttamynd

Til aðvörunar ungu fólki og friðþægingar fullorðnu

Í bók sinni "Skáldað í skörðin“ segir þjóðskáldið Ási í Bæ söguna á bak við Göllavísur, lagið um Gölla Valdason. Ási segir frá erfiðu lífi Gölla og öllum hans góðu mannkostum, en getur þess að hófsemi í neyslu áfengis hafi ekki verið meðal þeirra helstu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningakapp án forsjár

Stjórnmálavafstur er að jafnaði mjög leiðinlegt. Þó býður það öðru hverju upp á þá óviðjafnanlegu tilfinningu að kitla í manni keppnisskapið. Kosningabarátta er nefnilega keppni þar sem andstæðingarnir eru sýnilegir og árangurinn mælanlegur—og fólk safnast saman og klappar fyrir frambjóðendum og lætur í ljós aðdáun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Saman í þessu

Fyrir löngu síðan, þegar ég var mjög ungur, var ég í vinnu hjá manni sem ég ber mikla virðingu fyrir þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála honum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki trufla mig

Móðurafi minn kom gjarnan í heimsókn til okkar um jól og stórhátíðir þegar ég var að alast upp. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þótt hann hafi aldrei lagt sig sérstaklega fram um að vera með einhver skemmtiatriði.

Skoðun
Fréttamynd

Kötturinn og greifinn hans

Það blés ekki byrlega fyrir kattargreyinu sem fátæki malarsonurinn fékk í arf eftir föður sinn. Hinn nýi eigandi var svo sárafátækur að það fyrsta sem honum datt í hug var að slátra kvikindinu og búa til úr skinninu hanska.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki hjálpa

Ég þekki vel til ungrar stúlku sem ólst upp við það sem smábarn að vera stöðugt boðin aðstoð við allt mögulegt sem hún tók sér fyrir hendur. Þessi sífellda og óumbeðna aðstoð varð til þess að jafnvel áður en hún gat með orðum beðið um að borða eða drekka lærði hún að segja: "Ekki hjálpa.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningaplokkandi tölvuleikir

Öðru hverju sjást í fjölmiðlum frásagnir foreldra sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að börnin þeirra hafa eytt tugum eða hundruðum þúsunda í einhvers konar tölvuleikjaspil.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordæmalausir fordómar fordæmdir

Fyrir tæpu ári síðan byrjaði mjög að bera á því meðal Demókrata í Bandaríkjunum að þeir ættu erfitt með að hemja kátínu sína yfir velgengni Donalds Trump í prófkjöri Repúblikana. Meðal þeirra var útbreidd—og nánast ráðandi—sú skoðun að það væri rétt mátulegt á bölvaðan Repúblikanaflokkinn að þeir kysu yfir sig þessa fáránlegu fígúru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hamingju með daginn

Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

„Fleiri en þörf var á“

Þann 16. desember árið 1924 komu til Vestmannaeyja nokkur skip. Lögum samkvæmt þurfti að senda lækni út í öll skip sem komu frá útlöndum til þess að kanna heilsufar skipverja, enda var þá stutt síðan spánska veikin herjaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Klappstýrur "uppgjörsins“

Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endað í blóðbaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kerfisþvæla og auðvaldshroki

Krafa nútímans er gagnsæir verkferlar. Þegar eitthvað fer úrskeiðis eða orkar tvímælis í samfélaginu þá virkar einhvern veginn miklu faglegra að segja að "verkferlar hafi brugðist“ heldur en að benda á að einhver hafi gert mistök, hagað sér eins og asni og geti sjálfum sér um kennt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonleysið í nóvember

Það læðist stundum að mér sú hugsun að það geti verið að Ísland, þessi dásamlega eyja okkar, sé—þegar öllu er á botninn hvolft—bara alls ekki byggileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarliði er fullur í Hvíta húsinu

Það er magnað að enginn hafi kveikt á þessu fyrr; en ég tel mig hafa komist að því hver er heilinn á bak við forsetaframboð—og líklegan sigur—Donalds Trump í Bandaríkjunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hér varð náttúrlega hrun

Sumarið 2004 var ég svo heppinn vera boðið á ráðstefnu í borginni Zadar í Króatíu. Ráðstefnuna sótti ungt fólk af miðju- og hægrivæng stjórnmálanna frá ýmsum löndum Evrópu. Eins og nærri má geta var ráðstefnuhaldið sjálft fremur tíðindasnautt. Tilgangurinn var fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri til þess að kynnast, tala saman og

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitsmunaleg heilsurækt

Um miðjan áttunda áratuginn kom móðurbróðir minn í heimsókn til Vestmannaeyja og var yfir jólin. Þótt hann hafi ekki verið lengi

Fastir pennar
Fréttamynd

Bieber bætir heiminn

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Justin Bieber er einungis 22 ára gamall. Hann er nefnilega búinn að vera svo frægur, svo lengi, að það er eins og hann hafi alltaf verið til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ögmundur á táslunum

Hvað gekk Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, til um síðustu helgi þegar hann mætti skó- og sokkalaus í útvarpsviðtal? Álitsgjafar og fjölmiðlar hafa velt fyrir sér þýðingu atburðarins og stjórnmálaskýrendur hafa átt fullt í fangi með að komast til botns í málinu

Fastir pennar
Fréttamynd

Saman í sitthvoru lagi

Áhyggjufullir foreldrar lesa, læka og deila lærðum greinum um hvernig best er að halda tækjafíkn barna í skefjum, en hafa að sjálfsögðu minni áhyggjur af sjálfum sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ítalskt salat og svartþorskur

Fyrir stuttu síðan sat ég í góðum hópi og borðaði kvöldmat á látlausu veitingahúsi í ítalskri borg. Í hópnum var einn innfæddur Ítali og nokkrir Íslendingar. Við Íslendingarnir urðum nokkuð kátir að sjá að á matseðlinum var boðið upp á majones-salat með gulrótum og grænum baunum

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hæsta tindi hamingjunnar

Íslendingar hafa verið eins og í fjallgöngu á undanförnum vikum. Um leið og við höfum talið að við stæðum á hæsta tindi hamingjunnar—þá blasir við annar ennþá hærri.

Fastir pennar