Klipparinn fylgir Beckham fjölskyldunni Hárskeri Beckham fjölskyldunnar hefur ákveðið að flytja með þeim til Hollywood. Ben Cooke hefur verið hárgreiðslumaður Viktoríu Beckham í sjö ár sér einnig um aðra fjölskyldumeðlimi. Hann er meðal annars ábyrgur fyrir skrautlegri klippingu knattspyrnuhetjunnar. Auk þess að skera hár fjölskyldunnar er Ben orðinn góður vinur hennar og hefur ferðast með hjónunum um heiminn þveran og endilangan, til þess að passa upp á útlitið. Lífið 5. mars 2007 11:26
Hringur Tankados Út er komin hjá Bjarti í kilju spennusagan Hringur Tankados eftir Dan Brown, höfund DaVinci lykilsins. Enginn höfundur á jafn auðvelt með að ná slíkum heljartökum á lesandum að hann sleppir ekki bókinni fyrr en að lestri loknum. Hringur Tankados er æsileg spennusaga sem sameinar forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu. Menning 5. mars 2007 11:11
Pamela aftur á ströndina Aðdáendur Pamelu Anderson geta glaðst yfir því að stúlkan er aftur á leiðinni á ströndina, og mun klæða sig í samræmi við það. Pamela gerði Baywatch þættina að einni vinsælustu þáttaröð allra tíma. Að þeim loknum reyndi hún við nýtt hlutverk, þar sem hún lék afgreiðslukonu í bókabúð. Það gekk ekki upp og var því kennt um að afgreiðslufólk í bókabúðum er sjaldnast í bikini. Lífið 5. mars 2007 10:58
Endurnýjun óperuforms Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti. Tónlist 5. mars 2007 10:00
Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Tónlist 5. mars 2007 09:30
Myndin er í réttum farvegi „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Bíó og sjónvarp 5. mars 2007 09:00
Gus Gus fagnar Gus Gus fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinnar með teiti á Sirkus síðastliðið fimmtudagskvöld. Platan, sem ber nafnið Forever, er fimmta stúdíóplata sveitarinnar. Eiginlegir útgáfutónleikar verða haldnir á Nasa í lok mars, en það var enginn skortur á fólki sem vildi gleðjast með Gus Gus-flokknum á fimmtudagskvöldið. Tónlist 5. mars 2007 09:00
Ímyndir Íslands á tjaldinu Kviksaga og kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sameina kraftana í kvöld og skipuleggja dagskrá í Tjarnarbíói. Þar má fræðast um ímyndir Íslands á hvíta tjaldinu. Bíó og sjónvarp 5. mars 2007 08:45
Listasýning Lynch Listasýning með verkum eftir leikstjórann David Lynch hefur verið opnuð í Cartier-stofnuninni í París. Sýningin nefnist The Air Is On Fire og þar gefur að líta erótískar ljósmyndir frá nítjándu öld, málverk af limlestum líkömum og ýmislegt fleira óvenjulegt. Menning 5. mars 2007 08:00
Íslandsvinurinn Jude Law heiðraður Breski leikarinn Jude Law sem dvaldist hér á landi fyrir skömmu hefur hlotnast ein stærstu menningarverðlaun Frakka. Var það sendiherra Frakklands í Englandi, Gerard Errera, sem veitti Jude ,,Chevalier des Arts et des Lettres medal” verðlaunin. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 15:00
Kraftmikill Grettir Upptökum er að ljúka á tónlist við söngleikinn Grettir sem verður frumsýndur þann 30. mars. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri hljómsveitarinnar sem hefur staðið í ströngu við upptökunar. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 12:00
Halle Berry í Tulia Halle Berry mun fara með aðalhlutverkið í dramamyndinni Tulia. Hefjast tökur á henni þann 1. maí í Louisiana. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tulia í Texas árið 1999 þegar 46 þeldökkir menn voru handteknir vegna gruns um að hafa í fórum sínum eiturlyf. Voru þeir ranglega ásakaðir af spilltri löggu í málinu þrátt fyrir að engar sannanir hafi fundist fyrir sekt þeirra. Bíó og sjónvarp 4. mars 2007 11:00
Gjörningaklúbburinn hannar fyrir umslag Bjarkar Gjörningaklúbburinn hefur verið fengin til að hanna búninga fyrir umslagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmdunsdóttur. Þetta staðfesti Eirún Sigurðardóttir en hún skipar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hróflsdóttur. Menning 4. mars 2007 10:00
Æsispennandi uppboð "Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Menning 4. mars 2007 09:00
Sameinaðir kraftar Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan og efnir til mikillar músíkveislu ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um helgina. Tónlist 3. mars 2007 15:30
Muse valin best á NME Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum sem voru afhent á dögunum. The Arctic Monkeys hlaut tvenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötuna, Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Tónlist 3. mars 2007 15:00
Litið til veðurs í ASÍ Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Veðurfar“ en listamaðurinn hefur hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Menning 3. mars 2007 14:00
Í minningu Hallgríms Sýning á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju í dag. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar sýninguna kl. 17 en hún er unnin í samvinnu Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar við Listasafn Einars Jónssonar sem lánar verkin. Menning 3. mars 2007 11:00
Frjótt ímyndunarafl Simone Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Tónlist 3. mars 2007 10:00
Bera saman bækur Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Menning 3. mars 2007 09:00
Ekki bara Öxar við ána Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Tónlist 3. mars 2007 08:00
Íslenskur blús í Kína „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Tónlist 3. mars 2007 07:30
Elton John planar tónleikaferð Íslandsvinurinn Elton John fagnar bráðum sextugs afmæli sínu. Hann hefur verið með sýningu í Las Vegas en nú ætlar hann að fara með þá sýningu til fimm borga í Evrópu. Er þetta í tilefni þess að hann er búinn að skemmta í 40 ár og er að fylla 60 árin. Tónlist 2. mars 2007 16:00
Spessi - Location-farms Á morgun, laugardaginn 3. mars, opnar ljósmyndarinn Spessi ljósmyndasýningu í DaLí gallery á Akureyri. Nefnist sýningin Location-Farms. Sýningin inniheldur meðal annars nokkrar myndir af bæjum úr Öxnadalnum. Menning 2. mars 2007 13:15
Gore braut öryggisreglur Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, braut óafvitandi öryggisreglur á flugvellinum í Nashville í Tennessee, á dögunum. Gore var ásamt tveim félögum sínum að ná í flug með American Airlines. Þegar hann kom í innritunarsalinn tók ung starfsstúlka, á móti þeim og leiddi þá framhjá öryggishliðinu og að brottfararhliðinu. Það er hreint brot á öryggisreglum. Lífið 2. mars 2007 11:08
Fimmtán skólar fyrir einn kjól Það er misskipt heimsins gæðum. Svarti silkikjóllinn sem Audrey Hepburn íklæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys, fyrir margt löngu, var seldur á uppboði um daginn. Kjóllinn seldist á sem svarar 53 milljónum íslenskra króna. Peningarnir voru gefnir til hjálparsamtaka og þeir duga til þess að byggja fimmtán skóla fyrir fátæk börn í Bengal héraði í Indlandi. Lífið 2. mars 2007 10:44
Frábærar viðtökur á Pétri Gaut „Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Bíó og sjónvarp 2. mars 2007 09:15
Baráttan harðnar Sjö keppendur eru eftir í X-Factor og enn kólnar sambandið á milli dómaranna. Tónlist 2. mars 2007 09:00
Í aðra tónleikaferð Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester. Tónlist 2. mars 2007 08:45
Listaverk horfið af yfirborði Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts. Menning 2. mars 2007 08:30