Kosningar 2021

Kosningar 2021

Skoðanagreinar tengdar kosningum til Alþingis 2021.

Fréttamynd

Veldu þína rödd!

Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við.

Skoðun
Fréttamynd

Mygla, viðhald og ábyrgð

Veruleiki okkar um allt land er að reglulega kemur upp mygla í húsnæði hins opinbera og auðvitað einkaaðila sem rekja má til rakaskemmda. Vitund um þennan vanda er góðu heilli meiri en á árum áður og þekking líka en þó er það svo að skortur er á skýrum og óyggjandi mælikvörðum um tengsl myglu og heilsufarsvanda, orsakasamhengi og úrræði.

Skoðun
Fréttamynd

Vítahringur vantrausts

Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar.

Skoðun
Fréttamynd

Hjól og hælisleitendur

Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól.

Skoðun
Fréttamynd

Að muna bara best eftir sjálfum sér

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir:„Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“

Skoðun
Fréttamynd

Landhelgi íslenskrar ferðaþjónustu - 0 mílur

Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Það dreymir enga um að búa á stofnun

Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“.

Skoðun
Fréttamynd

Setja þarf skatt­leysis­mörk á lægstu tekju­hópa þjóð­fé­lagsins

Að miklu leyti eru það eldri borgarar sem lögðu flesta þessa innviði af mörkum, gerðu yngri kynslóðunum fært, að njóta lífsins í þeim mæli, sem þeir gera, með löngu og miklu vinnuframlagi, útsjónarsemi og snjöllum úrræðum, svo og sínum skattagreiðslum, sem opinberir aðilar nýttu svo til reksturs, framkvæmda og uppbyggingar þjóðfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Séreignarsparnaðurinn

Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína.

Skoðun
Fréttamynd

Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálf­stæðis­flokkinn

Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Á næsta kjörtímabili

Á engu hafði ég eins mikla óbeit þegar ég æfði íþróttir á yngri árum og útihlaupum. Tilbreytingalaus og langdregin og enginn fótbolti. Virtust allt að því tilgangslaus. Því var það einn góðan veðurdag að ég mannaði mig upp í að ræða þetta mál við þjálfarann. Fá einhverja umræðu um þessa afstöðu mína og botn í málið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna mega strákarnir okkar smitast?

Ef það er eitthvað sem Íslendingar hafa sýnt í faraldrinum þá er það að landsmenn treysta vísindunum. Ég, sem verðandi heilbrigðisstarfsmaður, er gríðarlega þakklát fyrir það.

Skoðun
Fréttamynd

Rétturinn til að ráða bú­setu og at­vinnu sinni er bara orð á blaði

Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum ungt fólk á Alþingi

Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað dvelur hrað­prófin?

Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­mál eru kosninga­mál

Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. Ég var fullmeðvitaður um það að með skrifum mínum væri að stíga inn á ákveðið jarðsprengjusvæði og þess vegna kom mér það nokkuð á óvart þegar viðbrögð við greininni frá ESB-andstæðingum voru lítil sem engin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru múturnar? Annar hluti

Ég skrifaði grein hér á Vísi fyrir helgi sem kallaðist Hvar eru múturnar? Tilefni spurningarinnar var hvernig stjórnmálastéttin hefur linnulaust dælt völdum, auðlindum og fé fjöldans til hinna fáu ríku. Svo gegndarlaust að ef við fréttum af einhverju viðlíka í öðru landi myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar?

Skoðun
Fréttamynd

Spilling er lævís og lipur

Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga.

Skoðun
Fréttamynd

Eðlilegt líf – Já takk

Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Dóta- og dýradagarnir

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við öll rétt til mennsku?

Mig setur hljóðan þessa dagana.Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur.Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Verkalýðurinn

Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni?

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar

Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár.

Skoðun