Rétturinn til að ráða búsetu og atvinnu sinni er bara orð á blaði Helga Thorberg skrifar 23. ágúst 2021 17:00 Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun