Fengu tólf tíma rútuferð sem refsingu frá eigandanum fyrir að láta sópa sér Leikmenn Panathinakos, eins besta körfuboltaliðs Evrópu, fengu ekki að fljúga heim eftir að tapa í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Körfubolti 26. apríl 2017 13:30
Logi áfram í Ljónagryfjunni Skórnir eru langt frá því að fara upp í hillu hjá Njarðvíkingnum síunga, Loga Gunnarssyni. Körfubolti 26. apríl 2017 09:05
Westbrook skoraði 47 stig en var sendur í sumarfrí | Myndbönd Houston Rockets er komið í undanúrslit vestursins og Spurs og Jazz eru komin í 3-2 í sínum einvígum. Körfubolti 26. apríl 2017 07:00
Martin stigahæstur í tapi Bæði Íslendingaliðin í frönsku B-deildinni í körfubolta töpuðu sínum leikjum í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2017 20:00
Arnar lét Kanínurnar hoppa í átt að fyrstu verðlaunum Svendborg í fjögur ár Axel Kárason kveður Svendborg Rabbits með bronsinu í dönsku úrvalsdeildinni. Körfubolti 25. apríl 2017 15:45
Birna fékk leikbann fyrir sparkið | Myndband Litlu slátrararnir verða án Birnu Valgerðar í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn á móti Snæfelli. Körfubolti 25. apríl 2017 07:30
Golden State með sópinn á lofti og gríska fríkið setti persónulegt met | Myndbönd Verðandi mótherji íslenska landsliðsins í körfubolta var óstöðvandi í úrslitakeppni NBA í nótt. Körfubolti 25. apríl 2017 07:00
Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Grindavík sló veisluhöldum KR á frest er liðið vann magnaðan fimm stiga sigur á meisturunum, 86-91, gær. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir KR og næsti leikur í Grindavík. Baráttunni er langt frá því að vera lokið. Körfubolti 25. apríl 2017 06:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 86-91 | Grindavík eyðilagði teiti KR-inga Veisluhöldum var slegið á frest í DHL-höllinni í kvöld er baráttuglaðir Grindvíkingar unnu magnaðan sigur á Íslandsmeisturum KR. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir KR. Körfubolti 24. apríl 2017 22:00
Jóhann: Óttaðist ekki að við myndum brotna Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var yfirvegaður eftir sigurinn á KR í kvöld og var ekki að sjá á honum að hann hefði verið að vinna magnaðan sigur á KR. Körfubolti 24. apríl 2017 21:40
Arnar Björnsson fer úr Borgarnesi í Skagafjörðinn Leikstjórnandinn magnaði bætist við sterkt lið Tindastóls fyrir næstu leiktíð í Domino´s-deild karla í körfubolta. Körfubolti 24. apríl 2017 15:03
Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, lét í sér heyra eftir tapið í leik tvö á móti Spurs og það skilaði sér. Körfubolti 24. apríl 2017 14:00
Westbrook reifst við blaðamann Russell Westbrook, ofurstjarna Oklahoma City Thunder, var ekki sáttur við spurningu blaðamanns á blaðamannafundi Oklahoma í gær. Körfubolti 24. apríl 2017 12:30
Thomas frábær með tárin í augunum og Boston er búið að jafna metin Boston Celtic er komið aftur inn í rimmuna á móti Chicago Bulls eftir að lenda 2-0 undir. Körfubolti 24. apríl 2017 07:30
Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. Körfubolti 23. apríl 2017 22:47
Bekkurinn hjá Houston í aðalhlutverki í sigri á Oklahoma Houston Rockets eru einum leik frá því að senda Oklahoma City Thunder í sumarfrí eftir 113-109 sigur en þrátt fyrir þrefalda tvennu Russell Westbrook var það Houston sem fagnaði sigri í kvöld. Körfubolti 23. apríl 2017 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 23. apríl 2017 22:00
Birna Valgerður var rekin út af fyrir þetta | Myndband Umdeilt atvik átti sér stað í upphafi 4. leikhluta í þriðja leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 23. apríl 2017 21:53
Aaryn: Vissi að ég þyrfti að stíga upp undir lok leiksins Leikstjórnandi Snæfells var að vonum sátt eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í kvöld en Snæfell minnkaði muninn í 1-2 með sigrinum og hélt lífi í baráttunni um að verja Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 23. apríl 2017 21:15
Meistararnir sópuðu Indiana í sumarfrí Cleveland Cavaliers kláraði einvígi sitt gegn Indiana Pacers nú rétt í þessu með 106-102 sigri í Indiana en þetta er fimmta árið í röð sem lið LeBron James sópar liðinu sem þeir mæta í átta-liða úrslitum Austurdeildarinnar í sumarfrí. Körfubolti 23. apríl 2017 19:53
Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Þrátt fyrir að vera án Kevin Durant og Steve Kerr fundu leikmenn Golden State leið til að landa sigrinum gegn Portland í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Golden State er einum sigri frá því að sópa Portland í sumarfrí. Körfubolti 23. apríl 2017 11:00
Meiðsli kosta Blake úrslitakeppnina á nýjan leik Enn einu sinni eru meiðsli að kosta Blake Griffin á mikilvægum stundum en hann verður ekki meira með í úrslitakeppninni eftir að hafa meiðst á stórutá í leik Los Angeles Clippers gegn Utah Jazz í nótt. Körfubolti 22. apríl 2017 21:00
Tillagan um 3+2 regluna felld á jöfnu Tillaga Hattar frá Egilsstöðum um að taka upp 3+2 regluna á nýjan leik í Dominos-deild karla var hafnað á jöfnu á 52. þingi KKÍ en af 102 aðilum kusu 51 að hafna breytingunum og 51 samþykktu. Körfubolti 22. apríl 2017 18:23
Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Boston Celtics og Oklahoma City Thunder svöruðu fyrir og minnkuðu muninn í einvígjum liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Gobert-lausir Utah Jazz menn töpuðu öðrum leiknum í röð gegn Clippers. Körfubolti 22. apríl 2017 11:00
Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Alawoya | Myndband KR er aðeins einum sigri frá fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir nauman sigur á Grindavík, 88-89, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 21. apríl 2017 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu Alawoya KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. Körfubolti 21. apríl 2017 21:45
Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. Körfubolti 21. apríl 2017 21:25
Haukur Helgi með 13 stig í þriðja sigri Rouen í röð Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen unnu sinn þriðja leik í röð í frönsku B-deildinni þegar þeir lögðu Roanne að velli, 94-82, í kvöld. Körfubolti 21. apríl 2017 20:19
Takk fyrir allt Justin | Heiðursmyndband Sem kunnugt er hefur Justin Shouse lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Körfubolti 21. apríl 2017 19:00
Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Ingi Þór Steinþórsson er í hópi þeirra sem vill breyta reglum um fjölda útlendinga í íslenskum körfubolta. Málið verður tekið fyrir á ársþingi KKÍ á morgun. Körfubolti 21. apríl 2017 13:00