Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:00 Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær: NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær:
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira