Orðinn stigahæstur í sögu félagsins aðeins 24 ára gamall Anthony Davis varð í kvöld stigahæstur í sögu New Orleans Pelicans en þessi 24 ára framherji á nú metið yfir flestu stigin, vörðu skotin og fráköstin hjá félaginu þrátt fyrir ungan aldur. Körfubolti 3. febrúar 2018 22:15
Körfuboltakvöld: Skil ekki hvað Stólarnir eru að hugsa Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu í gær ákvörðun Tindastóls að skipta út Brandon Garrett fyrir Chris Davenport en Davenport spilaði fyrsta leik sinn í gær. Körfubolti 3. febrúar 2018 21:15
Dómaranefnd KKÍ skoðar olnbogaskot Elliott: Fordæmi fyrir því að menn séu dæmdir í bann Sérfræðingar Körfuboltakvölds rýndu í atvik sem átti sér stað í leik Þórs Þorlákshafnar og Keflavík í gærkvöldi þegar Dominique Elliott gaf andstæðing sínum olnbogaskot án þess að dómaraþríeykið tæki eftir. Körfubolti 3. febrúar 2018 20:15
Umfjöllun og viðtöl:Snæfell - Stjarnan 83-64 | Snæfell saxaði á Stjörnuna Snæfellskonur sýndu mátt sinn í nítján stiga sigri á Stjörnunni 83-64 á heimavelli í Dominos-deild kvenna í dag en Snæfell leiddi með sautján stigum strax eftir fyrsta leikhluta. Körfubolti 3. febrúar 2018 19:00
Frábær þriðji leikhluti skilaði Keflavík og Val sigri Keflavík vann 29 stiga sigur á Skallagrím í Dominos-deild kvenna en á sama tíma unnu Valskonur 22 stiga sigur gegn Njarðvík en bæði þessi lið settu í lás í varnarleiknum í þriðja leikhluta sem átti stóran þátt í sigrinum. Körfubolti 3. febrúar 2018 18:45
Stjarnan sendir Fógetann heim og fær nýjan Kana Bandaríkjamaðurinn Darrell Combs er genginn til liðs við Stjörnuna í Dominos deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu út tímabilið. Körfubolti 3. febrúar 2018 12:10
KR-ingar komnir með nýjan Kana Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa samið við Bandaríkjamanninn Kendall Pollard um að leika með liðinu út tímabilið. Körfubolti 3. febrúar 2018 10:17
Anthony Davis fór illa með Oklahoma City Thunder│Myndbönd Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir eins og vanalega. Körfubolti 3. febrúar 2018 09:57
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 91-73 | Haukar á toppinn Haukar komust upp að hlið toppliðanna með átján stiga sigri á Stólunum á heimavelli í kvöld en eftir að hafa lent tíu stigum undir kafsigldu Haukar gestina í seinni hálfleik. Körfubolti 2. febrúar 2018 22:30
Martin besti maður vallarins í sigri Martin Hermannsson átti stórleik í liði Chalons-Reims sem vann sterkan útisigur á Antibes í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 2. febrúar 2018 21:21
Umfjöllun: Þór Þ. - Keflavík 76-79 | Loksins vann Keflavík Keflavík vann afar mikilvægan sigur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld, 79-76, en liðin voru fyrir leikinn í áttunda og níunda sæti deildarinnar og því í harðri baráttu um síðasta sætið í úrslitakeppninni sem styttist óðum í. Körfubolti 2. febrúar 2018 21:00
Topplið deildarinnar tapaði í níunda sinn í vetur ÍR-ingar steinlágu á móti Stjörnunni í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og misstu þar með toppsætið frá sér. Körfubolti 2. febrúar 2018 16:00
Áhorfandi ögraði svekktum Westbrook | Myndband Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, náði sem betur fer að halda ró sinni er áhorfandi óð inn á völlinn eftir leik Oklahoma í nótt og ögraði honum með hegðun sinni. Körfubolti 2. febrúar 2018 13:00
Griffin sló í gegn í fyrsta leik með Pistons Blake Griffin þreytti frumraun sína fyrir Detroit Pistons í nótt og olli stuðningsmönnum liðsins engum vonbrigðum. Körfubolti 2. febrúar 2018 07:20
Griffin kann ekkert að kyssa Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir körfuboltakappann Blake Griffin. Fyrst var hann sendur úr sólinni í LA yfir í kaldan í Detroit og nú er verið að segja að hann kunni ekkert að kyssa. Körfubolti 1. febrúar 2018 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór 69-92 | Íslandsmeistararnir léku sér að Þórsurum Íslandsmeistarar KR áttu ekki í nokkrum einustu vandræðum með Þórsara þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2018 23:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 64-87 | Stjarnan skellti toppliðinu í Breiðholtinu Stjarnan tók topplið ÍR og skellti þeim niður á jörðina með 23 stiga sigri í Hertz hellinum í Seljaskóla í kvöld Körfubolti 1. febrúar 2018 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 90-70 | Öruggur sigur Grindavíkur gegn Hetti Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. Körfubolti 1. febrúar 2018 22:00
Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundan "Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2018 20:57
Með þrennu í öllum leikjunum sínum á móti litlu systur Helena Sverrisdóttir stimplaði sig aftur inn í Domino´s deild kvenna í gær með því að ná þrefaldri tvennu í sigri á toppliðinu á Ásvöllum. Þetta var fyrsti leikur hennar eftir rúmlega mánaðardvöl í Slóvakíu. Körfubolti 1. febrúar 2018 15:00
LeBron orðaður við Golden State ESPN greinir frá því í dag að ekki sé útilokað að LeBron James fari í viðræður við meistara Golden State Warriors næsta sumar. Körfubolti 1. febrúar 2018 10:00
LeBron kveikti í sínum mönnum gegn gamla liðinu Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Cleveland Cavaliers síðustu misseri og daginn eftir að hafa misst Kevin Love í meiðsli vann liðið sterkan sigur á Miami. Körfubolti 1. febrúar 2018 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 91-80 | Haukar sigruðu Val í endurkomu Helenu Valskonur misstu toppsætið í Domino's deild kvenna til Hauka með tapi á Ásvöllum í kvöld. Helena Sverrisdóttir er komin til baka í Haukaliðið og átti flottan leik. Körfubolti 31. janúar 2018 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-106 | Þrot hjá Valsmönnum í seinni hálfleik Nýliðar Valsmanna voru hársbreidd frá því að vinna Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni fyrir áramót. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Valsheimilinu í dag þá hrundi leikur Valsmanna í seinni hálfleik. Körfubolti 31. janúar 2018 21:15
Enn ein þrefalda tvennan hjá Dani Stjarnan vann virkilega sterkan sigur á Keflavík á heimavelli í Domino's deild kvenna í kvöld þar sem Danielle Rodriguez átti enn einn stórleikinn. Körfubolti 31. janúar 2018 21:09
Fyrrum NBA stjarna lést í bílslysi Fyrrum NBA leikmaðurinn Rasual Butler er látinn aðeins 38 ára að aldri. Hann lést í bílslysi ásamt konu sinni Leah LaBelle. Körfubolti 31. janúar 2018 20:30
Ívar um fjarveru landsliðskvenna: „Þetta er mjög slæmt mál“ Háskólapróf og langt ferðalag kemur í veg fyrir að íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fari fullmannað í næsta verkefni. Körfubolti 31. janúar 2018 13:00
Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. Körfubolti 31. janúar 2018 12:02
Love meiddist og meistararnir flengdir Nóttin var vond fyrir Cleveland Cavaliers því liðið bæði tapaði og missti lykilmann í meiðsli. Körfubolti 31. janúar 2018 07:30
Ótrúlegasta körfuboltaskot ársins frá tveimur sjónarhornum | Myndbönd Körfuboltastrákurinn Blake Peters hefur baðað sig í sviðsljósinu síðustu daga og kannski ekki af ástæðulausu. Körfubolti 30. janúar 2018 23:00