Körfubolti

Stjarnan sendir Fógetann heim og fær nýjan Kana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti liðsmaður Stjörnunnar
Nýjasti liðsmaður Stjörnunnar vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Darrell Combs er genginn til liðs við Stjörnuna í Dominos deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu út tímabilið. Karfan.is greinir frá þessu.

Í fréttinni segir jafnframt að Fógetinn Sherrod Wright sé farinn frá Stjörnunni en hann var stigahæsti leikmaður liðsins í sigri á ÍR í síðustu umferð. Sherrod Wright kom til Stjörnunnar um miðjan nóvembermánuð.

Stjarnan er engu að síður enn með tvo Bandaríkjamenn innan sinna raða því Collin Anthony Pryor hefur verið með Garðbæingum í allan vetur.

Darrell Combs er 25 ára gamall skotbakvörður og hefur verið á flakki um Evrópu að undanförnu. Hann lék í ítölsku B-deildinni fyrir áramót og reyndi svo fyrir sér hjá tyrkneska úrvalsdeildarliðinu Sakarya en fékk ekki samning eftir að hafa æft með liðinu í fjórar vikur.


Tengdar fréttir

KR-ingar komnir með nýjan Kana

Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa samið við Bandaríkjamanninn Kendall Pollard um að leika með liðinu út tímabilið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.